Iðnaðarsýningin 2023

IÐNAÐARSÝNINGIN 2023

Iðnaðarsýningin 2023 verður haldin í Laugardalshöll 31. ágúst-2. september 2023.

Á viðburðaríku ári hefur sýningarfyrirtækið Ritsýn sf. staðið fyrir þremur fagsýningum: ICELAND FISHING EXPO/ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGUR 21.–23. september, ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 14.-16. október og STÓRELDHÚSIÐ 10.-11. nóvember. Höfum við fengið einstaklega góð viðbrögð við þessum sýningum bæði frá sýnendum og hinum fjölmörgu gestum.

Ýmsir sýnendur hafa sýnt áhuga á víðtækri iðnaðarsýningu. Höfum við ákveðið að halda slíka stórsýningu 31. ágúst – 2. september 2023. Hefur sýningin hlotið heitið: IÐNAÐARSÝNINGIN 2023  og verður haldin í Laugardalshöllinni. Helstu svið sýningarinnar verða: mannvirki, orka, innviðir, hönnun og vistvænar lausnir.

Iðnaður er mjög stór hluti hagkerfis okkar. Samkvæmt hagtölum skapar hann rúmlega um fimmtung landsframleiðslunnar. Og þá er aðeins rætt um beint framlag til landsframleiðslunnar. Hið óbeina framlag er mun meira. IÐNAÐARSÝNINGIN 2023 spannar hið víða svið iðnaðar hvort sem er á sviði mannvirkja, orku, framleiðslu, hugverka eða grænna lausna svo eitthvað sé nefnt. Slík sýning á erindi við landsmenn hvort sem þeir starfa eða tengjast iðnaðarsviðinu.

IÐNAÐARSÝNINGIN 2023 er unnin í samstarfi við Samtök Iðnaðarins.

 

 

Ljósm.: Jón Svavarsson © MOTIV