Iðnaðarsýningin 2023

IÐNAÐARSÝNINGIN 2025

Iðnaðarsýningin 2025 verður haldin í Laugardalshöll 2.-4. október 2025.

Iðnaðarsýningin 2023 heppnaðist einstaklega vel og var aðsókn mikil og básar glæsilegir. IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 verður haldin í Laugardalshöllinni 2.-4. október og eru helstu svið sýningarinnar: mannvirki, orka, innviðir, hönnun og vistvænar lausnir.

Iðnaður er mjög stór hluti hagkerfis okkar. Samkvæmt hagtölum skapar hann rúmlega um fimmtung landsframleiðslunnar. Og þá er aðeins rætt um beint framlag til landsframleiðslunnar. Hið óbeina framlag er mun meira. IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 spannar hið víða svið iðnaðar hvort sem er á sviði mannvirkja, orku, framleiðslu, hugverka eða grænna lausna svo eitthvað sé nefnt. Slík sýning á erindi við landsmenn hvort sem þeir starfa eða tengjast iðnaðarsviðinu.

IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 er unnin í samstarfi við Samtök Iðnaðarins.

 

 

Ljósm.: Jón Svavarsson © MOTIV